til hamingju

Til Hamingju Stanislaw og Eflingu

Paul er fyrstur að setja á Alþingi

Stanislaw er fyrstur að setja í stjórn Eflingu

í gær var ég fyrst kvenna af erlendum uppruna til að sitja sem bæjarfulltrúi.

frá og með á morgun ég er að verða "setjandi formaður innflytjendaráði " Hrannar er í fæðinga órlofi


mbl.is Fyrstur útlendinga í stjórn Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ísland fyrir íslendingar

Ísland fyrir Íslendinga – hverjir eru Íslendingar?

Sá sem heldur því fram að Ísland sé fyrir Íslendinga verður að geta svarað því til hver sé Íslendingur! Er hann sá sem talar íslensku? Ef við svörum því játandi, þá hvað með börnin sem fæðast í útlöndum en eiga íslenska foreldra, og hafa ekki lært málið? Er Íslendingur sá sem fæðist á Íslandi? Fjöldi barna fæðast hér á landi sem eiga útlenska foreldra. Flokkast barnið þá sem Íslendingur? Er Íslendingur sá sem er með íslenskan ríkisborgararétt? Fjöldi fólks af erlendum uppruna er með íslenskan ríkisborgararétt, þar á meðal ég. Er ég þá Íslendingur? Hvenær hættir útlendingur að vera útlendingur? Er það fyrsta kynslóð, önnur eða þriðja kynslóð innflytjenda? Hvað ætli margir Íslendingar eigi ættir að rekja til Danmerkur eða Noregs? Hver er Adam Íslands?

Mér þykir það sorglegt að við séum að eyða orku í skilgreininguna hver sé Íslendingur og hver sé útlendingur í stað þess að einbeita okkur því hvernig við getum byggt upp Ísland saman. Við búum saman og því er það sameiginlegt verkefni okkar að byggja brú á milli okkar sem hér búum. Ég er þess fullviss að flestir þeir sem hræðast útlendinga eiga ekki í neinum samskiptum við þá en staðreyndin er sú að við hræðumst það sem við þekkjum ekki. Væri ekki betra að við myndum kynnast hvort öðru með opnum huga og sjá til hvernig gengur?

Hvað myndi gerast ef allir útlendingar sneru aftur til síns heima? Hver ætti að fylla öll störfin sem þeir vinna? Atvinnuleysi á Íslandi er minna en 0.07% sem þýðir að það er vinna fyrir alla þá sem vilja vinna! Það er talað um útlendinga sem afbrotamenn og margir hræðast þá. En ég spyr: Eru allir Íslendingar dæmdir þegar við heyrum af handtöku Íslendings í Brasilíu vegna eiturlyfjasmygls? Eru þá allir Íslendingar eiturlyfjasmyglarar? Það er margir útlendingar á Íslandi sem líta á Ísland sem sitt land. Þeir tilheyra íslensku samfélagi og eru virkir í samfélaginu. Hvað á að segja um þá? Ekki reyna! Þið eruð útlendingar!! Og hvað með börn erlendra foreldra sem fæðast á Íslandi og alast upp sem Íslendingar? Eigum við að segja við þau: Nei, þið eruð útlendingar!

Það var tekið við mig blaðaviðtal í desember um jólahald en ég held upp á jólin eins og flestir hér á landi. Samt er ég múslimi! Ég svaraði því til af hverju ég þurfi að skilgreina mig eins og kona frá Palestínu eða kona frá Íslandi þegar ég get verið bæði. Er ekki skemmtilegra að horfa á hvort annað eins og við erum, í stað þess að horfa sífellt á það hvaðan við komum? Við erum fyrst og fremst manneskjur og það eru til góðar og slæmar manneskjur í öllum samfélögum – líka á Íslandi!



lífsreynsla

Ég kom til Íslands með 5 börn, ég kom til bróður míns, hann bjó á Íslandi siðan 1971, hann sagði mér mikið um lífið á Íslandi, það hljómaði svo auðvelt að ég hugsaði þegar ég kæmi hingað .
Ég kom til Íslands 1995 með 5 börn. Ég var aðstoðaframkvæmdastjóri í Jerúsalem og draumurinn var að finna vinnu og búa með krökkunum mínum án vandamála, því ég hafði búið við heimilisofbeldi í 17 ár í Jerúsalem. Mig langaði að geta unnið við mitt eigið fag, af því að ég er með diplóma í viðskiptafræði.
Þegar ég kom hingað, voru þær upplýsingar sem ég fekk frá bróður mínum ekki réttar. T.d. skiptir tungumálakunnátta miklu máli. Ég sótti um vinnu á mörgum stöðum á ensku en ég fékk alltaf neitun. Ég fékk neitun þegar ég sótti um að vinna í móttöku á hóteli og það tók mig ekki langan tíma að viðurkenna að ég þyrfti að vinna við hvað sem er.
Bróðir minn flutti til Svíþjóðar 5 mánuðum eftir ég kom til Íslands. Ég var ein í nýju landi, kunni ekki tungumálið, kunni ekki að bera nöfn fólks, kunni ekki að finna vinnu, með öðrum örðum ég kunni ekkert, en var með 5 börn á Íslandi!
En það var ekki allt slæmt. Fyrir 10 árum síðan komst ég inn í kerfið strax, ég fékk heimilislækni og hjálp frá félagsþjónustunni sem bróðir minn sótti um fyrir mig áður en hann fór til svíþjóðar.
En ekki gat ég lifað á félagsþjónustunni alla tíð, ég gat ekki bara beðið eftir að fólk gæfi mér peninga á meðan ég er sæti heima og ég hélt áfram að leita að vinnu með hjálp frá félagsráðgjafa.
Ég byrjaði að vinna í fiskvinnslufyrirtæki á Smiðjuvegi árið 1996. Fyrstu orðin sem ég lærði voru “snyrta fisk”. Ég vann frá 6 á morgnana til 10 eða 11 á kvöldin, en vinnuveitandi okkar var ekki svo heiðarlegur að hann borgaði okkur á réttum tíma. Hann lofaði mér og öðrum útlenskum starfsmönnum að hann myndi borga okkur næsta dag og svo næsta dag en hann efndi loforð sín ekki. Einn daginn mættum við til vinnu og þá var vinnuveitandinn á bak og burt og fyrirtækinu hafði verið lokað. Við vissum ekki hvað við áttum að gera og biðum til hádegis. Til að gera langa sögu stutta var hann kominn á vanskilaskrá og stunginn af til útlanda.

Íslendingar sem voru með mér í vinnu, hjálpuðu mér að leita til stéttafélagsins þar sem við sóttum um að fá greidd þau laun sem við áttum inni. Íslendingarnir gerðu þetta allt fyrir mig alveg eins og fyrir þau sjálf.
Ég fann aðra vinnu innan skamms og byrja að vinna uppi á Höfða, í fiskvinnslu líka. Eigandinn sagði við mig að vinnan væri frá 7:30 – 11:30 en hún sagði mér ekki að ég ætti rétt á að velja hvort ég vildi vinna yfirvinnu eða ekki. Ég fékk sýkingu frá fiski sem ég var að vinna með og þurfti að fara að spítala til að fá sýklalyf í æð. Ég borgaði fyrir þetta sjálf því ég vissi ekki að vinnuveitandinn ætti að borga.
En líkaminn gat ekki haldið áfram og ég var úrskurðuð örurki og mátti ekki vinna lengur. Ég var heima fyrir í tvö ár. Það var mikil einangrun og ég hafði engann til að hafa samband við nema börnin mín og mjög fáa vini. Að lokum ákvað ég að bæta við menntun mína á meðan ég væri á launum vegna örorku og ég skráði mig í Háskóla Íslands í félagsfræði. Ég kláraði námið á innan við þremur árum. Fyrsta árið var erfitt vegna tungúmálsins. Ég skildi lítið hvað kennarinn var að tala um, en af því að bækurnar voru á ensku og ég mátti skrifa á ensku náði ég að klára innan þriggja ára alveg eins og hinir nemendir. Lífið varð auðveldara eftir ég byrjaði í skólanum og í framhaldi af því að vinna í Alþjóðahúsi. Ég fór að taka þátt í samfélagsmálum og varð miklu ánægðari með líf mit.
Námið í HÍ gaf mér meira sjálfstraust og ég byrjaði að taka þátt í félagslífi. Innflytjendamál voru mér efst í hug og ég var ein af þeim sem stofnuðu Samtök kvenna af erlendum uppruna. Við tökum mikilvægan þátt í samfélaginu og reynum að styðja konur í öllu. Þar sem ég kláraði félagsfræði og skrifaði BA ritgerð um afbrotafræði, hef ég tek þátt í tveimur verkefnum um ofbeldi gegn konum. Það fyrra er alþjóðlegt verkefni “Nordic-Baltic pilott project Support, protection, safe return, and rehabilitation of women victims of trafficking for sexual exploitation” og hið seinna er verkefnið “Allar Heimsins konur” á Íslandi.
Ég hef starfað í Alþjóðahúsi síðan 2004 sem fræðslufulltrúi, túlkur og ráðgjafi fyrir fólk frá arabalöndum. Starfið veitir mér mikla ánægju af því ég fæ tækifæri til að hjálpa fólki sem er nýkomið hingað til landsins og þarfnast aðstoðar.
Ísland gaf mér meira en mig dreymdi um. Ég er orðin ríkisborgari, en sem Palestínsk kona hef ég aldrei áður verið með ríkisborgararétt. Ég fékk réttindi til þess að kjósa fólk á Alþingi og í sveitarfélagakosningum, réttindi sem ég hafði ekki áður haft, og líka réttindi til að bjóða mig fram. Þau réttindi hef ég nýtt og náði kosningu sem varabæjarfulltrúi og formaður Lýðræðis- og jafnréttisnefndar í Hafnarfirði.

Allt þetta segir mér að ég sé velkomin í íslenskt samfélag og að við fólk sem flytjum hingað, við þurfum að gera kröfu til þess að vera boðin velkomin í samfélagið.


aðlögun

Mín reynsla á Íslandi og í öðrum löndum hefur kennt mér, að í tengslum við málefni innflytjenda hér á landi erum við að gera betri hluti en aðrar þjóðir. Við höfum verið að læra af þeirra mistökum og forðast það sem miður hefur farið. Ég hef farið á margar ráðstefnur á Norðurlöndunum og tekið eftir að þar hefur verið talað um sameiginleg “vandamál”. Hvernig á að ná til fólks? Hvernig á að bjóða það velkomið? Hvernig eigum við að losna við fordóma okkar og staðalímyndir?
Við getum byrjað á að tala um hve mikilvægt það er fyrir íslenskt samfélag að hafa fólk sem hingað kemur til landsins og er af erlendum uppruna. Við þurfum að vera ánægð með það að við höfum efni á að ráða fólk hingað til lands. Það er fólksfjölgun á Íslandi og við það eflist landið. Ég er mjög ánægð með að Ísland er á vörum fólks um allan heim.
Hér ætla ég að hætta að tala með tilfinningunum og byrja að tala um hvað hefur gert mest fyrir fólk sem hingað hefur komið. Við höfum verið með íslensku kennslu í flestu stóru fyrirtækjunum og það hefur gert mjög mikið fyrir þeirra erlenda starfsfólk.
En það er ekki nóg það vantar frekari stefnu eða lög um að íslensku á að vera kennt hjá hverju fyrirtæki sem er með 5 erlenda starfsmenn eða fleiri, þannig er hægt að ná að kenna öllum íslensku sé þetta gert á landsvísu. Við þurfum að hugsa um fólk sem eru fyrir utan höfðuborgsvæðið, fólk sem býr langt frá borginn, fólk sem eru í mestri einangrun, og finna leiðir til þess að kenna þeim íslensku. Með því bjóðum við þau velkominn í okkar samfélag.
Fræðsla fyrir útlendingar sem koma hingað er einnig mikilvægt atriði. Hvað er í gangi, hvað er íslensk samfélaginu, hvernig getum við hitt Íslendingar, hvað þýðir Þorrablót ? Það er margar spurnningar sem fólk fær ekki svar við þegar þau fá atvinnuleyfi og dvalarleyfi! Upplýsingar fyrir fólk sem hingað kemur eru ekki nægilegar. Fólk sem kemur hingað veit ekki að þau þurfa að sækja um kennitöla fyrir börnin sín sjálf. Þau vita ekki að þau þurfa að vera með dvalarleyfi til þess að komast inn í kerfið! Þau vita ekki að það er ekki nóg að hafa kennitölu til að komast inn í sjúkratryggingakerfið, þau þurfa líka lögheimili o.s.frv.
Eins og ég haf sagt frá byrjun þá er enn mörg verkefni sem bíða eftir okkar ef við ætlum að bjóða fólk sem koma hingað velkominn. Við erum rétt að byrja.


Atvinnulíf og innflytjendur

Enginn getur gagnrýnt mikilvægi þess að konur eru á vinnumarkaði, vinnumarkaði sem er launaður. Samfélag breyttist mikið við það, það byrjaði að blómstra og er jákvæðara og ríkara.
En það er vandamál að okkar vinna er ekki vel metið, við erum með gap í launaskala fyrir söma vinnu og sama tíimi, og ég held að við getum ekki haft það svoleiðis. Við þurfum að meta vinnu á annan hátt, að því að við getum ekki gleymt að það er munur á vinnu karla og kvenna.
Það er mikill misskilningur þegar vinna kvenna er metin. Ég vil ekki staðfesta að það sé ein vinna fyrir konur og önnur fyrir karlmenn, en það virðist sem samfélagið sem samt þannig núna.
Ef við horfum á leikskólakennarar og grunnskólakennarar þá sjáum við að flestir kennarar eru konur en skólameistarinn er karlmaður, í flestum tilvikum, af hverju? Eru bara karlmenn sem sækja um og ekki konur? Eru karlmenn hæfari en konur? Eða getum við bara farið auðveldari leiðina og sagt að þetta er bara svona.
Ef við metum vinnu kennara sem eru að ala börnin okkar upp, sem eru að ala okkar nýji kynslóð upp, sem eru að ala upp framtíð íslands við þá þurfum við að meta starf þeirra á einhvern annan hátt. Það má ekki vera þannig að kennari sem er búinn með þrjú ár í háskóla og er með margra ára reynslu að hann finni miklu betri fyrir sig að vinna fyrir eitthvað einkafyirtæki að þvi að það er betra borgað.
Ég man hvernig var þegar kennarar fóru á verkfall, hvaða frasa við heyrðum út um allan bæ, að kennarar eigi hugsa um börninn og ekki bara um sjálfan sig, en ég held og er viss að þau mega líka fara í verkfall.Við þurfum að meta hvað mikið ábyrgð þau eru með til þess að ala okkar framtíðarkynslóð vel upp.
Og sem fer fyrir kennara er eins um konur af erlendum uppruna. Við erum settar undir sama hatti, við erum “þetta fólk” sem þarf hjálp og einhver þarf að bjarga þeim. En hvernig er hægt að bjarga þeim og hjálpa þeim ef viðhorf til okkar er alveg eins?
Konur sem koma hingað til landsins hafa í mörgum tilfellum byggt framtíð sína á íslandi, og eru rosalega virkar í samfélaginu, en það er ekki auðvelt. Það vantar mikið til þess að þær nái að komast fram, íslenskukennsla er þar aðal atriði. Það eru ekki settar reglur til þess að tryggja að alla konur eða fólk af erlendum uppruna fái aðgang að íslenskukennsla.
Er það starf fyrir konur af erlendum uppruna! Ræsting, umönnun o.frv,. ... það hefur komið fram í morgum rannsoknum á íslandi að það er vel menntaðar konur sem eru að vinna þessi störf. Af því að þeirra menntun er ekki metin, og það er engin stefna sem segir að það eigi að gera. Við viljum að sagt sé við okkar sem dæmi að það þarf 20 einingar í viðbót í íslensku háskólakerfi til þess að okkar BA próf sé metið. En ekki loka á alla okkar menntun og láta okkur bara geta unnið vinnu sem íslendingar vilji ekki að vinna. Vinna sem felur í sér ábyrgð á öldruðum eða fötluðum þarf líka að vera vel metin að þvi að það er einungis tilfinningarík manneskja sem getur gert það. Konur gera það ekki vegna peninganna, þær gera það að þvi þær eru tilfinningaríkar. Getur þið ímyndað ykkur ef “þetta fólk” færu í verkfall, eða hætti að vinna og færi aftur heim?!
Lítil fræðsla um samfélaginu er líka ennþá vandamál, við fáum ekki nauðsynlegar upplýsingar til þess að hjálpa okkar að komast inn í samfélagið, flestir upplýsingar sem við fáum er í gegn “learning by suffering” við þurfum að lenda fyrst í vandamálum til þess að vita að við áttum að gera svona og svona ...
Það vantar upplýsingar sem snerta okkar daglegt líf, sem dæmi “afmælisveislu”. Í sumum löndum er ekki haldið afmæli fyrir börninn, og ef svona upplýsingar kemur ekki til foreldanna, og þau gera það ekki, myndu börnin finna fyrir því og vera út undan í barnahópnum í skólanum, - einmana og með enga vini.
Það hafa verið þýddir bæklingar á mörg tungumál hjá mörgum stofnunum, en málið er að þegar við erum að þýða áttum við okkur ekki alltaf á því að það vantar útskýringar á hugtökum. Og fyrir utan er til fólk sem hingað kemur og er ólæst.
Ef við byrjum með nýrri rikísstjórn að meta störf á annan hátt þá getum við haft meira jafnrétti milli fólks sem býr á íslandi, karla og kvenna, gamlalla Íslendinga og nýrra Íslendinga.
Ég tel að það sé mikíð gert í sambandi við málefni innflytjenda, enn það þarf að gera meira. Ef við viljum forðast það vandamál sem önnur lönd hafa haft þá þurfum við að meta öll störf á annan hátt og gefa konum af erlendum uppruna meira tækifæri.


konur og íslam

Konur og Islam

Mikið er talið um að múslimakonur séu kúgaðar, ómenntaðar, og réttarlausar í löndum þar sem er feðraveldi, sérstaklega arabalöndum. Islam er kennt mikið um ójafnréttindi í arabalöndum, sem er tengt við trú en ekki með vald karla. Er þetta fáfræði, eða er til fólk sem vill sýna að Islam er trú, frábrugðin öðrum trúm?

Almennt um múslima

Múslimar, líkt og gyðingar og kristnir, trúa á Guð, skapara alheimsins. Múslimar trúa á spámenn, ekki bara Múhameð heldur líka spámenn gyðinga og kristinna manna; Abraham, Móses og Jesús. Múslimar trúa að Kóraninn, eins og Torah gyðinga og Biblía kristinna manna, sé byggður á töflum skrifuðum á arabísku og geymdar á himnum hjá Guði. Þeir trúa að kenningar þeirra spámanna sem komið hafa fram í gegnum tíðina og eru birtar í Kóraninum byggist á þessum töflum.
Allir múslimar, sama hvert móðurmál þeirra er, verða að læra Kóraninn utan að á arabísku og biðja á arabísku.

Múhameð kom fram á miklum erfiðistímum á arabíuskaganum á sjöttu öld. Þjóðir voru í stríði, stéttskipting var mikil og illa farið með margt fólk, t.d. þræla og ekki síst konur. Staða konunnar var mjög slæm. Hún var í raun eign föður síns og síðan eiginmanns síns og þeir gátu farið með hana eins og þeim sýndist. Múhameð var mjög framsækinn og langt á undan sinni samtíð með hugmyndir sínar um konur. Hann kom fram á þessum tíma líkt og byltingarmaður með miklar umbótatillögur fyrir þá sem minna máttu sín og hann lagaði mjög stöðu konunnar, til dæmis með því að segja að allar manneskjur væru jafnar fyrir Guði. Eitt af markmiðum hans var að frelsa þræla og var eitt af ráðum hans til fólks að gefa þræl frelsi til þess að þóknast Guði. Þegar hann var uppi máttu karlmenn eignast/eiga eins margar konur og þeir vildu en Múhameð fækkaði því niður í aðeins fjórar konur. Á þeim tíma höfðu karlar staðið í stríði og voru konur þannig líklega fleiri en karlar sökum þess. Stúlkubörn voru drepin í fæðingu en drengir boðnir velkomnir í heiminn. Múhameð sagði að Guð bannaði þetta og að karlar og konur væru jöfn fyrir Guði. Það mætti ekki neyða þær í hjónaband án síns samþykkis og konur mættu skilja við eigimenn sína. Konur mættu vinna - fá laun, eiga eignir, erfa, læra, og sinna sjúkum í stríði sem læknar eða hjúkrunarfólk.

Þó að Múhameð hafi fært fólkinu margar reglur frá Guði til þess að bæta stöðu konunnar þá hefur ekki enn tekist að breyta feðra/karlaveldi þjóðanna á Arabíuskaganum. Margar hefðir sem voru í gildi áður en Múhameð kom fram eru enn í gildi og hafa ekkert með Islamtrú að gera. Mörg ríki hafa tekið í notkun lög sem styðja rétt konunnar en samt hafa aldagamlar hefðir ennþá yfirhöndina og staða konunnar er ekki betri en áður.

Við megum samt ekki kenna Islam um allt ójafnrétti sem konur í múslimalöndum búa við, af þvi málefni kvenna eru þau sömu um allan heim, í vestrænum löndum búa konur líka við ójafnrétti, eru til dæmis ekki með jöfn laun og karlar, og ekki jafn margar í stjórnarstöðum ásamt öðru.
Á aröbum löndum konur eru á alþingi og stundum með hæri prósent en konur á vestræna löndum. En málið er að konur á vestræna löndum horfa ekki á þeirra kóun, og þær vilja að aröbum konur að vera afrit af konur á vestræna löndum, þær taka ekki tillittil menninguni á þennan löndum, hvað jafnréttindi eru konur að berjast fyrir, konur á muslima löndum eru að byrjast til að fá réttindi sem koraninn gaf þeim, en að þvi eins og vestræna löndum karlavald er ennþá sterkari, og að þvi 50% af arabiskum konum eru ólæsir og á ekki rétt að fara að læra, hvernig getum við breyta ástandi án að vera með upplysingar um réttindi.
kanski konur þar vilja ekki vera eins og konur á vestræna löndum að vinna atlan dagin og koma heim eftir 10 klst, vinnu þréttar, þarf að búa tíl mat, þvó, lesa með börn og vera einstæðramæður kanski konur á aröbum löndum vilja læra og vinna halfan dag, vera gift og maðurinn bera ábergð á hlúti á meðan hún er heima að ala upp börnnin, kanski muslima kona trúa að fyrsta hlúti í hennar líf er að vera mamma, kanski hún villti ekki að kaupa börnnin hennar, með gjafir til að elska henni, kanski hún villdi ekki að fyrsta skref eða orð fyrir börnnin hennar vera sagt fyrir dagmamman... hefur konur á vestræna löndum hugsa um þetta? Hvað margir konur eru að drauma að hafa fæðingarorlof eitt ár? Eða byrjast fyrir það? Er ástandi fyrir konur á þriðja heiminn verra en ástandi okkar á vestræna löndum??
Þegar við erum að tala um lýðræði frá vestræna löndum, kanski við þurfum fyrst að tala um mennta réttindi á aröbum löndum og ekki um réttindi að vera á Alþingi, að bygja upp skólar á hverjum þorpi og styðja konur og strlpur að læra og láta þeim ákveða hvað réttindi þær ætla byrjast fyrir


geðheilsu innflytjenda

Geðheilsa innflytjenda

Geðheilsa innflytjenda hefur ekki verið rannsökuð hér á landi. Það eru því ekki fyrirliggjandi tölur um hve margir innflytjendur hafa þegið þjónustu innan geðheilbrigðisgeirans. Fjöldi evrópskra rannsókna eru til um geðheilsu innflytjenda og niðurstöðum ber saman um að bara það eitt að flytja til nýs lands hefur mikil áhrif á geðheilsu viðkomandi. Þeir sem flytja til ólíks menningarheims frá þeirra eigin og þurfa að tileinka sér nýtt tungumál, aðlaga sig nýjum hefðum, menningu og trúarbröðgum, eru í meiri áhættu hvað geðheilsu áhrærir en innfæddir.

Frá reynslu minni sem túlkur hef ég margsinnis upplifað vanlíðan skjólstæðinga sem leita til læknis vegna vanlíðunar sem leggst á sálina, eins og tungumálaörðugleikar sem eru streituvaldandi. Hvaða nám hentar hverjum en innflytjendur eru ólíkir eins og þeir eru margir, allt frá því að vera ólæsir til þess að vera hámenntaðir sérfræðingar. Það er kannski tímabært að búa til námsstefnu í íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fólk sem kemur hingað frá ólíkum menningarsvæðum hafa ekki upplýsingar á reiðum höndum um siði og hefðir hérlendis þegar þau tala ekki málið og hafa ekki tengingu við Íslendinga. Ástríður Stefansdóttir læknir benti á það í Læknablaðinu (nr. 62, 2006) að ,,staða innflytjenda í samtali er oft þannig að sjálfræði þeirra og virðing er í uppnámi, þeir eru mállausir, geta ekki tjáð sig nema í gegnum aðra. Og er það fjölskyldumeðlimur sem túlkar og í stað þess að túlka grípur viðkomandi inn í samtalið, svarar iðulega fyrir sjúkling”.

Mismunandi viðhorf til sálfræðiþjónustu skýrir menningarlegan mismun þjóða. Skoðanirnar eru skiptar; allt frá þeim sem telja þá sem þurfa að leita til sálfræðings eigi að vera læstir inni til þeirra sem myndu aldrei viðurkenna að þeir þyrftu aðstoð. Þá eru þeir sem hræðast almenningsálitið og leita þ.a.l. ekki til sálfræðings og þeir sem hafa einfaldlega ekki efni á því.

Aðalatriðið sem við þurfum að hafa í huga er hvernig tekið er á móti fólki af erlendum uppruna – hvað við getum gert til að láta þeim líða eins og heima hjá sér.
Amal Tamimi,
félagsfræðingur og fræðslufulltrúi Alþjóðahúss


þjóðahátíð مهرجان الامم

ja ja ég þarf að klóna mig, það er þjóðahátið næsta helgi í Hafnarfjörður og ég á að mæta á þremum staðir eða meria ég hægt að telja, Nýbúautvarp, smatök kvenna af erlendum uppruna og ég er með mitt eigin plás og auðvitað á að vera með alþjóðahúsi :) ég held ég mundi vera þar í miðjuni, það þýðir að ég er með :):)....

 en á morgun er skemmtilegt, það er Bingo kvöld fyrir konur, tækifæri til þess að hittast og spila saman .... gaman saman :)

 

مهرجان الامم الذي سيقام في عطلة الاسبوع القادم، يجب ان اكون في ثلاث اماكن في نفس الوقت او اكثر، ولانه لا يمكن ان انسخ نفسي اكثر من واحدة فقد قررت الوقوف في الوسط بين الطاولات وهكذا اكون قد تواجدت في جميع الاماكن

ولكن غذا يوما ممتعا لانه سيكون سهرة بينجو للسيدات، سوف نجلس معا نلعب ونمرح

 


foreigners in Iceland ـ الاجانب في ايسلند

i was reading this morning what is the most important which the new government is thinking about, i was happy to see that they did not forgot the foreign children, their schools and their wellfare.

there is a lot to do, i am full of hope that this will be the begining for a new era ! :) :)

 

قرأت هذا الصباح ما هي الاولويات لدى الحكومة الجديدة، وقد سعدت كثيرا حين قرأت ان من ضمن الاولويات هي الاعتناء باطفال الاجانب في المدارس وتوفير ظروف ملائمة اكثر في الظروف الدراسية والاجتماعية.

هناك الكثير مما يجب ان نفعلة قد تكون هذه الفترة هي فترة بداية عهد جديد بالنسبة للاجانب في ايسلند

 


innflytjendamál

ég var ánægð í dag þegar ég las í dag að það er hugsunar til börn af erlendum uppruna á skóla stíg, æðislegt að þetta kemu

 


mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband