Amal Tamimi is is running for 2 or 3 seat in the primary elections of The primary elections of the Social Democrat Alliance for the South - Western constituency

Amal Tamimi, director of Equality House is running for 2 or 3 seat in the primary elections of The Social Democrat Alliance for the South-western constituency. Amal is chairperson of the Democracy and Equality Committee in Hafnarfjörður, vice-chair of the Immigration Council, on the board of the Women’s Movement of the Social Democrat Alliance and one of the founders of W.O.M.E.N. Amal moved to Iceland from Palestine in 1995 and received Icelandic citizenship in 2002. Amal has 6 children.
”I want to work on strengthening and securing the earnings of low-income groups such as senior citizens, handicapped and single parents and also the position of young families. I want to work for those who have had to take the brunt of the economic instability which is sweeping over Iceland. Many people have recently lost their jobs and it looks like un-employment will increase in the future. We must ensure the well-being of these people”, says Amal. Amal understands what it means to be a part of the minority in Iceland. “When I moved to Iceland I had to work long and hard to provide for my family. I worked long hours in demanding physical labour for instance in fish, and in cleaning. In 2000 I was declared disabled. I then began studying sociology at the University of Iceland and graduated with a BA in 2004. In 2002 I received Icelandic citizenship, a day I shall never forget. I was part of this country and was eligible to participate in all aspects of Icelandic society such as voting and running for public office. I have tried to actively participate in society and I am ready, willing, and able to work on building a just and fair society.”

gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi

Amal Tamimi, framkvæmdastýra Jafnréttishúss, gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturskjördæmi. Amal er formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar í Hafnarfirði, varaformaður Innflytjendaráðs, í stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og einn af stofnendum Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2002 en hún flutt til Íslands frá Palestínu árið 1995. Amal er sex barna móðir.
,,Ég vil beita mér fyrir því að styrkja afkomutryggingu fyrir tekjulága hópa, s.s. aldraða, öryrkja og einstæðra foreldra, að bæta stöðu ungbarnafjölskyldna og vinna í þágu fólksins sem á um sárt að binda í kjölfar efnahagsörðugleikanna sem á okkur hafa dunið. Fjöldi fólks hefur misst atvinnu undanfarið og sá hópur fer sí stækkandi. Þeim hópi þarf að sinna,” segir Amal.
Amal þekkir það af eigin raun að tilheyra minnihlutahópum í þjóðfélaginu. ,,Þegar ég flutti til Íslands þurfti ég að vinna hörðum höndum til að brauðfæða fjölskyldu mína. Ég vann m.a. í fiski og við ræstingastörf en árið 2000 varð ég öryrki. Ég hóf þá nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og lauk þar BA-prófi árið 2004. Árið 2002 hlaut ég íslenskan ríkisborgararétt – dagur sem ég mun seint gleyma. Ég varð hluti af þessu landi og öðlaðist öll þau réttindi sem tilheyra Íslendingum, t.a.m. að fá að kjósa og að bjóða mig fram. Ég hef reynt að taka virkan þátt í samfélaginu og ég vil beita mér fyrir uppbyggingu á réttlátu og sanngjörnu samfélagi,” segir Amal.


þau mega deya!!!!!?????

Gaza er staður sem er stjórnaður af Hamas sem var kosinn með meira en 70% athvæði!!! en lýðræði í vestrænu löndunum og USA og Ísrael þyðir að fólk þarf að kjósa þann flokk sem þau vilja!! þetta er lýðræði !!

EU : verk Ísrael er "defensive not offensive"!!!!!! 

Ísrael er að sanfæra heiminn um með svona rökum

"Hamas er að stjórna Gaza. stjórn ísraels er ekki sátt með það... og hvað þá? allir í Gaza þurfa að deya! Ísrael  er að loka á alla aðstoð sem kemur til þessa fólks, sem á að deya, við leyfum enga heilbrigðis aðstoð.. við leyfum ekki sjúkrabíla að koma til Gaza.... hvað eruði að tala um saklaust fólk? voru þau ekki fædd í Gaza?þar sem Hamas hefur stjórnað  síðasta 1,5 árið þegar við vorum að loka allt á þeim!  Hamas eru hryðjuverkasamtök.. Íran er að styðja þau ... og þess vegna mega allir þar deya !!! og Hamas á sökina fyrir þetta hræðilega ástandi !"

Ísrael er búið að sannfæra heimin að þetta sé Hamas að kenna, og heimurinn er að segja .. já það er rétt þau mega deya!!!!!

er þetta heimurinn sem við lifum í?????

erum að eyða okkar tími að finna hver á sök á þessari þjóðmorð ... bíða þangað til gaza er hreinn frá Palestinskum hryðjuverkabörnm,konum og menn????

það er 575 látin og 2600 særðir..... bara tölur !!!!!!!!!! 

sorglegt enn satt 


hver er hryðjuverkamen?

WE ARE NOT TERRORIST -

við Íslendingar sendum þessi skílaboð þegar forsætisráðherra breta setti þau lög um okkur vegna efnahagsmála, ég er stolt af okkur vegna þess að við stóðum saman og sýndum heiminum að við erum ekki hryðjuverkamen.

núna veit ég það að Íslendingar eru sú þjóð sem skilur það frekar en flestir hvernig það er að vera ranglega dæmdur hryðjuverkamaður, það sama gildir um Palestinsku þjóðina, fyrir 60 árum var land okkar hrifsað af okkur og öll mannleg réttindi svipt okkur, við erum drepin í svefni, í skólanum,í vinnunni, börn, konur og karlmenn. engin er óhultur.

ég spyr ykkur kæru lesendur. er heimurinn blindur??

 til eru alþjóðleg samtök sem leyfa einu ríki að ráðast á saklaust fólk og kalla það "réttindi til að vernda sig" 

hvernig er það að drepa um 300 saklausra vegfaranda á innan við 3 minutum að "vernda" sig? 

við sjáum myndir og fréttir úr fjölmiðlum og við sjáum hverjir eru í raun og veru hryðjuverkamen

ímyndið ykkur ef slík árás myndi lenda á okkur íslendingana. getiði ímyndað ykkur það að vinir og vandamenn missi lífið einfaldlega fyrir það að vera íslendingar að sinna sínum daglegu erindum?.

stöðvið árásirnar á Gaza

linnum stuðning okkar á  hryðjuverkaríki Ísraels .... 

 


mbl.is Hóta að senda hermenn til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

innflytjandi stýrir innflytjendaráði

Innflytjandi stýrir innflytjendaráði

4.4.2008

Það voru tímamót hjá innflytjendaráði 26. mars síðastliðinn þegar Amal Tamimi, félagsfræðingur og varaformaður innflytjendaráðs, bar upp og fékk samþykkta tillögu að fyrstu framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Innflytjendaráð hefur unnið að framkvæmdaáætluninni í vetur en Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fól ráðinu verkefnið í ágúst síðastliðnum. Ráðið hefur fengið fjölmarga fulltrúa stjórnvalda og hagsmunasamtaka að gerð áætlunarinnar. Amal Tamimi hefur tekið virkan þátt í vinnu við gerð áætlunarinnar og tók sæti Hrannars Björns Arnarssonar, formanns ráðsins, þegar hann var í fæðingarorlofi fyrr á þessu ári.

Amal Tamimi er fyrsti innflytjandinn sem hefur stýrt fundum innflytjendaráðs, en í ráðinu sitja fulltrúar félags- og tryggingarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa innflytjenda.

Amal Tamimi er sex barna móðir ættuð frá Palestínu. Hún flutti til Íslands árið 1995, útskrifaðist sem félagsfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004 og stundar nú meistaranám. Amal hefur meðal annars starfað sem fræðslufulltrúi og túlkur í Alþjóðahúsi og verið formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og varaformaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna.


Ræða: Amal Tamimi 2005

ég er stólt af þessu ræðu og ætla að setja hana á síðuna mína.


Sælar og áfram stelpur

Í dag er mjög mikilvægur dagur, í dag erum við að mótmæla ójafnrétti gagnvart konum á vinnumarkaði, ójöfnum launum og ójöfnum vinnuskilýrðum. Við íslenskar og erlendar konur búum ennþá við ójafnrétti og höfum staðið í baráttu gegn því í meira enn heila öld.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fagna tveggja ára afmæli í dag, og það var ekki fyrir tilviljun að við stofnuðum samtökin okkar sama dag og barátta íslenskra kvenna átti sína stund árið 1975, við erum hluti af baráttu íslenskra kvenna og við reynum að berjast gegn missrétti sem útlenskar konur lenda í. Konur af erlendum uppruna lifa við tvöfald missrétti, vegna bæði þjóðernis og kyns.

Stærsta hindrun fyrir konur af erlendum uppruna, er að íslenskukunnáttu vantar ,og er þetta hindrun sem ekki er auðvelt að komast yfir. Við höfum ekki allar efni á dyrum námskeiðum sem fram fara á kvöldin eftir 10 tíma vinnudag, þar sem reynt er, að gera málfræðinga úr okkur ,á meðan við getum enn ekki fyllt út umsókn fyrir húsaleigubætur. Eins og ástandið er núna ,eiga flestar okkar mjög erfitt með að þekkja skyldur okkar og réttindi á vinnumarkaði, það er oft erfitt að fá upplýsingar um starfsréttindi okkar. Fyrir nokkru var skorið niður hjá heilbrigðisstofnunum hér í Reykjavík og dæmi eru um, að erlendar konur sem unnu í ræstingum þurftu einfaldlega að vinna tvöfalda vinnu fyrir sama kaup og áður.

Varðandi atvinnu- og dvalarleyfi eru okkar konur sem koma ekki frá Vestur Evrópa eru gjörsamlega háðar atvinnurekanda sínum í fjögur ár, það þýðir að þær geta ekki skiptum vinnu án samþykkis vinnuveitendans. þær verða þannig að sætta sig við þau kjör sem þeim voru boðin áður en þær koma hingað. Enn Þá vissu þær ekkert um líf og kjör hérna. Annars eiga þær á hættu að vera vísað úr landi samkvæmt atvinnulögum.

Okkar konur fá ekki bara minni laun en karlmenn . með sömu menntun og í sama starfi. Oft fá þær menntun sína ekki viðurkennda. Erlendum ljósmæðrum eða hjúkrunarfræðingum dæmi sé tekið er velkomið að vinna sömu vinnu og íslenskar starfssystur þeirra en fyrir það fá þær borgað sem sjúkraliðar.

Vandamálin fyrir erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði eru mörg og við skulum ekki þegja yfir því. en við erum líka orðnar leiðar á því að orðin erlendar konur og vandamál eru oft notuð í sömu setningu. Við erum líka hér í dag til að fagna með ykkur og að sýna að við lítum ekki á okkur sem fórnarlömb, erlendar konur sem hafa komið hingað hafa flestar komist yfir háar hindranir, þær eru sterkar og þær hafa eitthvað fram að færa og ég stend hérna fyrir framan ykkur til að segja frá því.

Ég er þakklát fyrir að fá vera með ykkur í dag og geta þakkað fyrir stuðninginn sem kvennahreyfingin á Íslandi sýnir okkur og vil hvetja konur af öllum stærðum og gerðum, af öllum menntunarstigum og bakgrunni , af öllum litum og trúarbrögðum, að vinna saman til að ná markmiðum okkar.

Við viljum frían aðgang að íslenskukennsluá
Við viljum bætta atvinnulöggjöf
Við viljum fá menntun okkar metna.
Og við viljum samfélag sem sér það sem við höfum fram að færa, ekki bara það sem á vantar.

Við erum orðnar hluti af þessu samfélagi og af þessari kvennahreyfingu og við stöndum saman í baráttunni.

Við hættum ekki fyrr enn réttindi okkar eru komin til að vera.

Áfram Stelpur











þarf að halda áfram með verkefni

Útvarp fyrir íbúa Hafnarfjarðar af erlendum uppruna
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta ári að kanna möguleika á að hefja útvarpsútsendingar á erlendum tungumálum til að þjóna íbúum Hafnarfjarðar af erlendum uppruna. Verkefninu er ætlað að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.

Útvarpið hefur nú sent út frá því í nóvember 2006 á tíðninni 97,2 og fallið í góðan jarðveg. Sent er út alla virka daga nema þriðjudaga frá kl. 18-19 og á sunnudögum frá kl. 11-13. (http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/atburdir/?cat_id=3&ew_0_a_id=7666). Þá er hægt að hlusta á útvarpið í beinni útsendingu á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og eldri útsendingar á vefveitu bæjarins (http://bhsp.hafnarfjordur.is/Utvarp/).

Fjölmiðladeild Flensborgarskólans í Hafnarfirði hefur annast tæknihlið útsendinganna en Alþjóðahús ber ábyrgð á dagskrárgerð sem hefur verið í höndum sjálfboðaliða frá hinum ýmsu löndum. Fjármála- og menntamálaráðuneyti hafa styrkt verkefnið og úthlutaði fjárlaganefnd 200.000 krónum til verkefnisins á fjárlögum 2007. Útsendingar hafa verið á 15 tungumálum. Umsjónarmaður verkefnisins er Amal Tamimi (amal@ahus.is) formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar.

Lögð hefur verið fram tillaga í lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar um að framtíð útvarps fyrir íbúa af erlendum uppruna verði tryggð með samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fjölmiðladeildar Flensborgarskólans og Alþjóðahúss og verði, við mat á kostnaðarskiptingu, tekið tillit til fjölda erlendra íbúa í hverju sveitarfélagi.



Takk fyrir

það var æðislegur dagur í gær, margir búner að senda mér hamingju óskir, íslendingar og innflytjendur

stór dagur   Grin


með fiðrildi

Vísir, 28. feb. 2008 09:54

Með fiðrildi á fyrsta fundinum

Amal Tamimi Ég var með fiðrildi í maganum áður en fundurinn hófst," segir Amal Tamimi sem í fyrradag varð fyrsti innflytjandinn til að taka sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Amal, sem er af palestínskum uppruna, flutti til Íslands 1995 og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt 2002. Hún flutti í Hafnarfjörðinn árið 2005 og var í 10. sæti á lista Samfylkingar fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2006 en Samfylkingin hlaut 7 kjörna bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í þeim kosningum. Amal hefur gegnt formennsku í lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar síðastliðið eitt og hálft ár.

Hún segir að vel hafi verið tekið á móti sér á fyrsta fundinum. "Ég var svoldið stressuð fyrst en svo lagaðist það," segir hún.

Amal var ekki lengi að láta til sín taka á fyrsta fundinum sínum í bæjarstjórn. Hún lagði til að mynda fram tillögur til úrbóta í málefnum innflytjenda sem samþykkt var að vísa til bæjarráðs.

Amal segir mikið hafa verið gert í málefnum innflytjenda í Hafnarfirði undanfarin ár, hún nefnir til að mynda nýbúaútvarp og góða íslenskukennslu því til stuðnings, en metnaður hennar beinist að því að gera sífellt betur.


Fyrsti innflytjandinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

hæ hæ

 

ég er glöð  og veit ekki hvað á ég að segja, ég þarf að þakka bæjarstjórn vegna þess að þau toku mjóg vel á móti mig ...

aðlögun innflytjenda er í goðum málum GrinGrinGrin


mbl.is Fyrsti innflytjandinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband