Ræða: Amal Tamimi 2005

ég er stólt af þessu ræðu og ætla að setja hana á síðuna mína.


Sælar og áfram stelpur

Í dag er mjög mikilvægur dagur, í dag erum við að mótmæla ójafnrétti gagnvart konum á vinnumarkaði, ójöfnum launum og ójöfnum vinnuskilýrðum. Við íslenskar og erlendar konur búum ennþá við ójafnrétti og höfum staðið í baráttu gegn því í meira enn heila öld.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fagna tveggja ára afmæli í dag, og það var ekki fyrir tilviljun að við stofnuðum samtökin okkar sama dag og barátta íslenskra kvenna átti sína stund árið 1975, við erum hluti af baráttu íslenskra kvenna og við reynum að berjast gegn missrétti sem útlenskar konur lenda í. Konur af erlendum uppruna lifa við tvöfald missrétti, vegna bæði þjóðernis og kyns.

Stærsta hindrun fyrir konur af erlendum uppruna, er að íslenskukunnáttu vantar ,og er þetta hindrun sem ekki er auðvelt að komast yfir. Við höfum ekki allar efni á dyrum námskeiðum sem fram fara á kvöldin eftir 10 tíma vinnudag, þar sem reynt er, að gera málfræðinga úr okkur ,á meðan við getum enn ekki fyllt út umsókn fyrir húsaleigubætur. Eins og ástandið er núna ,eiga flestar okkar mjög erfitt með að þekkja skyldur okkar og réttindi á vinnumarkaði, það er oft erfitt að fá upplýsingar um starfsréttindi okkar. Fyrir nokkru var skorið niður hjá heilbrigðisstofnunum hér í Reykjavík og dæmi eru um, að erlendar konur sem unnu í ræstingum þurftu einfaldlega að vinna tvöfalda vinnu fyrir sama kaup og áður.

Varðandi atvinnu- og dvalarleyfi eru okkar konur sem koma ekki frá Vestur Evrópa eru gjörsamlega háðar atvinnurekanda sínum í fjögur ár, það þýðir að þær geta ekki skiptum vinnu án samþykkis vinnuveitendans. þær verða þannig að sætta sig við þau kjör sem þeim voru boðin áður en þær koma hingað. Enn Þá vissu þær ekkert um líf og kjör hérna. Annars eiga þær á hættu að vera vísað úr landi samkvæmt atvinnulögum.

Okkar konur fá ekki bara minni laun en karlmenn . með sömu menntun og í sama starfi. Oft fá þær menntun sína ekki viðurkennda. Erlendum ljósmæðrum eða hjúkrunarfræðingum dæmi sé tekið er velkomið að vinna sömu vinnu og íslenskar starfssystur þeirra en fyrir það fá þær borgað sem sjúkraliðar.

Vandamálin fyrir erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði eru mörg og við skulum ekki þegja yfir því. en við erum líka orðnar leiðar á því að orðin erlendar konur og vandamál eru oft notuð í sömu setningu. Við erum líka hér í dag til að fagna með ykkur og að sýna að við lítum ekki á okkur sem fórnarlömb, erlendar konur sem hafa komið hingað hafa flestar komist yfir háar hindranir, þær eru sterkar og þær hafa eitthvað fram að færa og ég stend hérna fyrir framan ykkur til að segja frá því.

Ég er þakklát fyrir að fá vera með ykkur í dag og geta þakkað fyrir stuðninginn sem kvennahreyfingin á Íslandi sýnir okkur og vil hvetja konur af öllum stærðum og gerðum, af öllum menntunarstigum og bakgrunni , af öllum litum og trúarbrögðum, að vinna saman til að ná markmiðum okkar.

Við viljum frían aðgang að íslenskukennsluá
Við viljum bætta atvinnulöggjöf
Við viljum fá menntun okkar metna.
Og við viljum samfélag sem sér það sem við höfum fram að færa, ekki bara það sem á vantar.

Við erum orðnar hluti af þessu samfélagi og af þessari kvennahreyfingu og við stöndum saman í baráttunni.

Við hættum ekki fyrr enn réttindi okkar eru komin til að vera.

Áfram Stelpur











« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Flott ræða!  Áfram stelpur!

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.3.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband