23.3.2008 | 20:55
þarf að halda áfram með verkefni
Útvarp fyrir íbúa Hafnarfjarðar af erlendum uppruna
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta ári að kanna möguleika á að hefja útvarpsútsendingar á erlendum tungumálum til að þjóna íbúum Hafnarfjarðar af erlendum uppruna. Verkefninu er ætlað að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Útvarpið hefur nú sent út frá því í nóvember 2006 á tíðninni 97,2 og fallið í góðan jarðveg. Sent er út alla virka daga nema þriðjudaga frá kl. 18-19 og á sunnudögum frá kl. 11-13. (http://www.hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/atburdir/?cat_id=3&ew_0_a_id=7666). Þá er hægt að hlusta á útvarpið í beinni útsendingu á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og eldri útsendingar á vefveitu bæjarins (http://bhsp.hafnarfjordur.is/Utvarp/).
Fjölmiðladeild Flensborgarskólans í Hafnarfirði hefur annast tæknihlið útsendinganna en Alþjóðahús ber ábyrgð á dagskrárgerð sem hefur verið í höndum sjálfboðaliða frá hinum ýmsu löndum. Fjármála- og menntamálaráðuneyti hafa styrkt verkefnið og úthlutaði fjárlaganefnd 200.000 krónum til verkefnisins á fjárlögum 2007. Útsendingar hafa verið á 15 tungumálum. Umsjónarmaður verkefnisins er Amal Tamimi (amal@ahus.is) formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar.
Lögð hefur verið fram tillaga í lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar um að framtíð útvarps fyrir íbúa af erlendum uppruna verði tryggð með samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fjölmiðladeildar Flensborgarskólans og Alþjóðahúss og verði, við mat á kostnaðarskiptingu, tekið tillit til fjölda erlendra íbúa í hverju sveitarfélagi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.