með fiðrildi

Vísir, 28. feb. 2008 09:54

Með fiðrildi á fyrsta fundinum

Amal Tamimi Ég var með fiðrildi í maganum áður en fundurinn hófst," segir Amal Tamimi sem í fyrradag varð fyrsti innflytjandinn til að taka sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Amal, sem er af palestínskum uppruna, flutti til Íslands 1995 og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt 2002. Hún flutti í Hafnarfjörðinn árið 2005 og var í 10. sæti á lista Samfylkingar fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2006 en Samfylkingin hlaut 7 kjörna bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í þeim kosningum. Amal hefur gegnt formennsku í lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar síðastliðið eitt og hálft ár.

Hún segir að vel hafi verið tekið á móti sér á fyrsta fundinum. "Ég var svoldið stressuð fyrst en svo lagaðist það," segir hún.

Amal var ekki lengi að láta til sín taka á fyrsta fundinum sínum í bæjarstjórn. Hún lagði til að mynda fram tillögur til úrbóta í málefnum innflytjenda sem samþykkt var að vísa til bæjarráðs.

Amal segir mikið hafa verið gert í málefnum innflytjenda í Hafnarfirði undanfarin ár, hún nefnir til að mynda nýbúaútvarp og góða íslenskukennslu því til stuðnings, en metnaður hennar beinist að því að gera sífellt betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband