lífsreynsla

Ég kom til Íslands með 5 börn, ég kom til bróður míns, hann bjó á Íslandi siðan 1971, hann sagði mér mikið um lífið á Íslandi, það hljómaði svo auðvelt að ég hugsaði þegar ég kæmi hingað .
Ég kom til Íslands 1995 með 5 börn. Ég var aðstoðaframkvæmdastjóri í Jerúsalem og draumurinn var að finna vinnu og búa með krökkunum mínum án vandamála, því ég hafði búið við heimilisofbeldi í 17 ár í Jerúsalem. Mig langaði að geta unnið við mitt eigið fag, af því að ég er með diplóma í viðskiptafræði.
Þegar ég kom hingað, voru þær upplýsingar sem ég fekk frá bróður mínum ekki réttar. T.d. skiptir tungumálakunnátta miklu máli. Ég sótti um vinnu á mörgum stöðum á ensku en ég fékk alltaf neitun. Ég fékk neitun þegar ég sótti um að vinna í móttöku á hóteli og það tók mig ekki langan tíma að viðurkenna að ég þyrfti að vinna við hvað sem er.
Bróðir minn flutti til Svíþjóðar 5 mánuðum eftir ég kom til Íslands. Ég var ein í nýju landi, kunni ekki tungumálið, kunni ekki að bera nöfn fólks, kunni ekki að finna vinnu, með öðrum örðum ég kunni ekkert, en var með 5 börn á Íslandi!
En það var ekki allt slæmt. Fyrir 10 árum síðan komst ég inn í kerfið strax, ég fékk heimilislækni og hjálp frá félagsþjónustunni sem bróðir minn sótti um fyrir mig áður en hann fór til svíþjóðar.
En ekki gat ég lifað á félagsþjónustunni alla tíð, ég gat ekki bara beðið eftir að fólk gæfi mér peninga á meðan ég er sæti heima og ég hélt áfram að leita að vinnu með hjálp frá félagsráðgjafa.
Ég byrjaði að vinna í fiskvinnslufyrirtæki á Smiðjuvegi árið 1996. Fyrstu orðin sem ég lærði voru “snyrta fisk”. Ég vann frá 6 á morgnana til 10 eða 11 á kvöldin, en vinnuveitandi okkar var ekki svo heiðarlegur að hann borgaði okkur á réttum tíma. Hann lofaði mér og öðrum útlenskum starfsmönnum að hann myndi borga okkur næsta dag og svo næsta dag en hann efndi loforð sín ekki. Einn daginn mættum við til vinnu og þá var vinnuveitandinn á bak og burt og fyrirtækinu hafði verið lokað. Við vissum ekki hvað við áttum að gera og biðum til hádegis. Til að gera langa sögu stutta var hann kominn á vanskilaskrá og stunginn af til útlanda.

Íslendingar sem voru með mér í vinnu, hjálpuðu mér að leita til stéttafélagsins þar sem við sóttum um að fá greidd þau laun sem við áttum inni. Íslendingarnir gerðu þetta allt fyrir mig alveg eins og fyrir þau sjálf.
Ég fann aðra vinnu innan skamms og byrja að vinna uppi á Höfða, í fiskvinnslu líka. Eigandinn sagði við mig að vinnan væri frá 7:30 – 11:30 en hún sagði mér ekki að ég ætti rétt á að velja hvort ég vildi vinna yfirvinnu eða ekki. Ég fékk sýkingu frá fiski sem ég var að vinna með og þurfti að fara að spítala til að fá sýklalyf í æð. Ég borgaði fyrir þetta sjálf því ég vissi ekki að vinnuveitandinn ætti að borga.
En líkaminn gat ekki haldið áfram og ég var úrskurðuð örurki og mátti ekki vinna lengur. Ég var heima fyrir í tvö ár. Það var mikil einangrun og ég hafði engann til að hafa samband við nema börnin mín og mjög fáa vini. Að lokum ákvað ég að bæta við menntun mína á meðan ég væri á launum vegna örorku og ég skráði mig í Háskóla Íslands í félagsfræði. Ég kláraði námið á innan við þremur árum. Fyrsta árið var erfitt vegna tungúmálsins. Ég skildi lítið hvað kennarinn var að tala um, en af því að bækurnar voru á ensku og ég mátti skrifa á ensku náði ég að klára innan þriggja ára alveg eins og hinir nemendir. Lífið varð auðveldara eftir ég byrjaði í skólanum og í framhaldi af því að vinna í Alþjóðahúsi. Ég fór að taka þátt í samfélagsmálum og varð miklu ánægðari með líf mit.
Námið í HÍ gaf mér meira sjálfstraust og ég byrjaði að taka þátt í félagslífi. Innflytjendamál voru mér efst í hug og ég var ein af þeim sem stofnuðu Samtök kvenna af erlendum uppruna. Við tökum mikilvægan þátt í samfélaginu og reynum að styðja konur í öllu. Þar sem ég kláraði félagsfræði og skrifaði BA ritgerð um afbrotafræði, hef ég tek þátt í tveimur verkefnum um ofbeldi gegn konum. Það fyrra er alþjóðlegt verkefni “Nordic-Baltic pilott project Support, protection, safe return, and rehabilitation of women victims of trafficking for sexual exploitation” og hið seinna er verkefnið “Allar Heimsins konur” á Íslandi.
Ég hef starfað í Alþjóðahúsi síðan 2004 sem fræðslufulltrúi, túlkur og ráðgjafi fyrir fólk frá arabalöndum. Starfið veitir mér mikla ánægju af því ég fæ tækifæri til að hjálpa fólki sem er nýkomið hingað til landsins og þarfnast aðstoðar.
Ísland gaf mér meira en mig dreymdi um. Ég er orðin ríkisborgari, en sem Palestínsk kona hef ég aldrei áður verið með ríkisborgararétt. Ég fékk réttindi til þess að kjósa fólk á Alþingi og í sveitarfélagakosningum, réttindi sem ég hafði ekki áður haft, og líka réttindi til að bjóða mig fram. Þau réttindi hef ég nýtt og náði kosningu sem varabæjarfulltrúi og formaður Lýðræðis- og jafnréttisnefndar í Hafnarfirði.

Allt þetta segir mér að ég sé velkomin í íslenskt samfélag og að við fólk sem flytjum hingað, við þurfum að gera kröfu til þess að vera boðin velkomin í samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband