geðheilsu innflytjenda

Geðheilsa innflytjenda

Geðheilsa innflytjenda hefur ekki verið rannsökuð hér á landi. Það eru því ekki fyrirliggjandi tölur um hve margir innflytjendur hafa þegið þjónustu innan geðheilbrigðisgeirans. Fjöldi evrópskra rannsókna eru til um geðheilsu innflytjenda og niðurstöðum ber saman um að bara það eitt að flytja til nýs lands hefur mikil áhrif á geðheilsu viðkomandi. Þeir sem flytja til ólíks menningarheims frá þeirra eigin og þurfa að tileinka sér nýtt tungumál, aðlaga sig nýjum hefðum, menningu og trúarbröðgum, eru í meiri áhættu hvað geðheilsu áhrærir en innfæddir.

Frá reynslu minni sem túlkur hef ég margsinnis upplifað vanlíðan skjólstæðinga sem leita til læknis vegna vanlíðunar sem leggst á sálina, eins og tungumálaörðugleikar sem eru streituvaldandi. Hvaða nám hentar hverjum en innflytjendur eru ólíkir eins og þeir eru margir, allt frá því að vera ólæsir til þess að vera hámenntaðir sérfræðingar. Það er kannski tímabært að búa til námsstefnu í íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fólk sem kemur hingað frá ólíkum menningarsvæðum hafa ekki upplýsingar á reiðum höndum um siði og hefðir hérlendis þegar þau tala ekki málið og hafa ekki tengingu við Íslendinga. Ástríður Stefansdóttir læknir benti á það í Læknablaðinu (nr. 62, 2006) að ,,staða innflytjenda í samtali er oft þannig að sjálfræði þeirra og virðing er í uppnámi, þeir eru mállausir, geta ekki tjáð sig nema í gegnum aðra. Og er það fjölskyldumeðlimur sem túlkar og í stað þess að túlka grípur viðkomandi inn í samtalið, svarar iðulega fyrir sjúkling”.

Mismunandi viðhorf til sálfræðiþjónustu skýrir menningarlegan mismun þjóða. Skoðanirnar eru skiptar; allt frá þeim sem telja þá sem þurfa að leita til sálfræðings eigi að vera læstir inni til þeirra sem myndu aldrei viðurkenna að þeir þyrftu aðstoð. Þá eru þeir sem hræðast almenningsálitið og leita þ.a.l. ekki til sálfræðings og þeir sem hafa einfaldlega ekki efni á því.

Aðalatriðið sem við þurfum að hafa í huga er hvernig tekið er á móti fólki af erlendum uppruna – hvað við getum gert til að láta þeim líða eins og heima hjá sér.
Amal Tamimi,
félagsfræðingur og fræðslufulltrúi Alþjóðahúss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband