gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi

Amal Tamimi, framkvæmdastýra Jafnréttishúss, gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturskjördæmi. Amal er formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar í Hafnarfirði, varaformaður Innflytjendaráðs, í stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og einn af stofnendum Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2002 en hún flutt til Íslands frá Palestínu árið 1995. Amal er sex barna móðir.
,,Ég vil beita mér fyrir því að styrkja afkomutryggingu fyrir tekjulága hópa, s.s. aldraða, öryrkja og einstæðra foreldra, að bæta stöðu ungbarnafjölskyldna og vinna í þágu fólksins sem á um sárt að binda í kjölfar efnahagsörðugleikanna sem á okkur hafa dunið. Fjöldi fólks hefur misst atvinnu undanfarið og sá hópur fer sí stækkandi. Þeim hópi þarf að sinna,” segir Amal.
Amal þekkir það af eigin raun að tilheyra minnihlutahópum í þjóðfélaginu. ,,Þegar ég flutti til Íslands þurfti ég að vinna hörðum höndum til að brauðfæða fjölskyldu mína. Ég vann m.a. í fiski og við ræstingastörf en árið 2000 varð ég öryrki. Ég hóf þá nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og lauk þar BA-prófi árið 2004. Árið 2002 hlaut ég íslenskan ríkisborgararétt – dagur sem ég mun seint gleyma. Ég varð hluti af þessu landi og öðlaðist öll þau réttindi sem tilheyra Íslendingum, t.a.m. að fá að kjósa og að bjóða mig fram. Ég hef reynt að taka virkan þátt í samfélaginu og ég vil beita mér fyrir uppbyggingu á réttlátu og sanngjörnu samfélagi,” segir Amal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gangi þér sem allra best :)

Óskar Þorkelsson, 21.2.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tek undir með síðasta ræðumanni.

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband