aðlögun

Mín reynsla á Íslandi og í öðrum löndum hefur kennt mér, að í tengslum við málefni innflytjenda hér á landi erum við að gera betri hluti en aðrar þjóðir. Við höfum verið að læra af þeirra mistökum og forðast það sem miður hefur farið. Ég hef farið á margar ráðstefnur á Norðurlöndunum og tekið eftir að þar hefur verið talað um sameiginleg “vandamál”. Hvernig á að ná til fólks? Hvernig á að bjóða það velkomið? Hvernig eigum við að losna við fordóma okkar og staðalímyndir?
Við getum byrjað á að tala um hve mikilvægt það er fyrir íslenskt samfélag að hafa fólk sem hingað kemur til landsins og er af erlendum uppruna. Við þurfum að vera ánægð með það að við höfum efni á að ráða fólk hingað til lands. Það er fólksfjölgun á Íslandi og við það eflist landið. Ég er mjög ánægð með að Ísland er á vörum fólks um allan heim.
Hér ætla ég að hætta að tala með tilfinningunum og byrja að tala um hvað hefur gert mest fyrir fólk sem hingað hefur komið. Við höfum verið með íslensku kennslu í flestu stóru fyrirtækjunum og það hefur gert mjög mikið fyrir þeirra erlenda starfsfólk.
En það er ekki nóg það vantar frekari stefnu eða lög um að íslensku á að vera kennt hjá hverju fyrirtæki sem er með 5 erlenda starfsmenn eða fleiri, þannig er hægt að ná að kenna öllum íslensku sé þetta gert á landsvísu. Við þurfum að hugsa um fólk sem eru fyrir utan höfðuborgsvæðið, fólk sem býr langt frá borginn, fólk sem eru í mestri einangrun, og finna leiðir til þess að kenna þeim íslensku. Með því bjóðum við þau velkominn í okkar samfélag.
Fræðsla fyrir útlendingar sem koma hingað er einnig mikilvægt atriði. Hvað er í gangi, hvað er íslensk samfélaginu, hvernig getum við hitt Íslendingar, hvað þýðir Þorrablót ? Það er margar spurnningar sem fólk fær ekki svar við þegar þau fá atvinnuleyfi og dvalarleyfi! Upplýsingar fyrir fólk sem hingað kemur eru ekki nægilegar. Fólk sem kemur hingað veit ekki að þau þurfa að sækja um kennitöla fyrir börnin sín sjálf. Þau vita ekki að þau þurfa að vera með dvalarleyfi til þess að komast inn í kerfið! Þau vita ekki að það er ekki nóg að hafa kennitölu til að komast inn í sjúkratryggingakerfið, þau þurfa líka lögheimili o.s.frv.
Eins og ég haf sagt frá byrjun þá er enn mörg verkefni sem bíða eftir okkar ef við ætlum að bjóða fólk sem koma hingað velkominn. Við erum rétt að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband