konur og íslam

Konur og Islam

Mikið er talið um að múslimakonur séu kúgaðar, ómenntaðar, og réttarlausar í löndum þar sem er feðraveldi, sérstaklega arabalöndum. Islam er kennt mikið um ójafnréttindi í arabalöndum, sem er tengt við trú en ekki með vald karla. Er þetta fáfræði, eða er til fólk sem vill sýna að Islam er trú, frábrugðin öðrum trúm?

Almennt um múslima

Múslimar, líkt og gyðingar og kristnir, trúa á Guð, skapara alheimsins. Múslimar trúa á spámenn, ekki bara Múhameð heldur líka spámenn gyðinga og kristinna manna; Abraham, Móses og Jesús. Múslimar trúa að Kóraninn, eins og Torah gyðinga og Biblía kristinna manna, sé byggður á töflum skrifuðum á arabísku og geymdar á himnum hjá Guði. Þeir trúa að kenningar þeirra spámanna sem komið hafa fram í gegnum tíðina og eru birtar í Kóraninum byggist á þessum töflum.
Allir múslimar, sama hvert móðurmál þeirra er, verða að læra Kóraninn utan að á arabísku og biðja á arabísku.

Múhameð kom fram á miklum erfiðistímum á arabíuskaganum á sjöttu öld. Þjóðir voru í stríði, stéttskipting var mikil og illa farið með margt fólk, t.d. þræla og ekki síst konur. Staða konunnar var mjög slæm. Hún var í raun eign föður síns og síðan eiginmanns síns og þeir gátu farið með hana eins og þeim sýndist. Múhameð var mjög framsækinn og langt á undan sinni samtíð með hugmyndir sínar um konur. Hann kom fram á þessum tíma líkt og byltingarmaður með miklar umbótatillögur fyrir þá sem minna máttu sín og hann lagaði mjög stöðu konunnar, til dæmis með því að segja að allar manneskjur væru jafnar fyrir Guði. Eitt af markmiðum hans var að frelsa þræla og var eitt af ráðum hans til fólks að gefa þræl frelsi til þess að þóknast Guði. Þegar hann var uppi máttu karlmenn eignast/eiga eins margar konur og þeir vildu en Múhameð fækkaði því niður í aðeins fjórar konur. Á þeim tíma höfðu karlar staðið í stríði og voru konur þannig líklega fleiri en karlar sökum þess. Stúlkubörn voru drepin í fæðingu en drengir boðnir velkomnir í heiminn. Múhameð sagði að Guð bannaði þetta og að karlar og konur væru jöfn fyrir Guði. Það mætti ekki neyða þær í hjónaband án síns samþykkis og konur mættu skilja við eigimenn sína. Konur mættu vinna - fá laun, eiga eignir, erfa, læra, og sinna sjúkum í stríði sem læknar eða hjúkrunarfólk.

Þó að Múhameð hafi fært fólkinu margar reglur frá Guði til þess að bæta stöðu konunnar þá hefur ekki enn tekist að breyta feðra/karlaveldi þjóðanna á Arabíuskaganum. Margar hefðir sem voru í gildi áður en Múhameð kom fram eru enn í gildi og hafa ekkert með Islamtrú að gera. Mörg ríki hafa tekið í notkun lög sem styðja rétt konunnar en samt hafa aldagamlar hefðir ennþá yfirhöndina og staða konunnar er ekki betri en áður.

Við megum samt ekki kenna Islam um allt ójafnrétti sem konur í múslimalöndum búa við, af þvi málefni kvenna eru þau sömu um allan heim, í vestrænum löndum búa konur líka við ójafnrétti, eru til dæmis ekki með jöfn laun og karlar, og ekki jafn margar í stjórnarstöðum ásamt öðru.
Á aröbum löndum konur eru á alþingi og stundum með hæri prósent en konur á vestræna löndum. En málið er að konur á vestræna löndum horfa ekki á þeirra kóun, og þær vilja að aröbum konur að vera afrit af konur á vestræna löndum, þær taka ekki tillittil menninguni á þennan löndum, hvað jafnréttindi eru konur að berjast fyrir, konur á muslima löndum eru að byrjast til að fá réttindi sem koraninn gaf þeim, en að þvi eins og vestræna löndum karlavald er ennþá sterkari, og að þvi 50% af arabiskum konum eru ólæsir og á ekki rétt að fara að læra, hvernig getum við breyta ástandi án að vera með upplysingar um réttindi.
kanski konur þar vilja ekki vera eins og konur á vestræna löndum að vinna atlan dagin og koma heim eftir 10 klst, vinnu þréttar, þarf að búa tíl mat, þvó, lesa með börn og vera einstæðramæður kanski konur á aröbum löndum vilja læra og vinna halfan dag, vera gift og maðurinn bera ábergð á hlúti á meðan hún er heima að ala upp börnnin, kanski muslima kona trúa að fyrsta hlúti í hennar líf er að vera mamma, kanski hún villti ekki að kaupa börnnin hennar, með gjafir til að elska henni, kanski hún villdi ekki að fyrsta skref eða orð fyrir börnnin hennar vera sagt fyrir dagmamman... hefur konur á vestræna löndum hugsa um þetta? Hvað margir konur eru að drauma að hafa fæðingarorlof eitt ár? Eða byrjast fyrir það? Er ástandi fyrir konur á þriðja heiminn verra en ástandi okkar á vestræna löndum??
Þegar við erum að tala um lýðræði frá vestræna löndum, kanski við þurfum fyrst að tala um mennta réttindi á aröbum löndum og ekki um réttindi að vera á Alþingi, að bygja upp skólar á hverjum þorpi og styðja konur og strlpur að læra og láta þeim ákveða hvað réttindi þær ætla byrjast fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband